39. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 09:04


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:04
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:04
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:04
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:04
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:16
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:16

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1901. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 716. mál - utanríkisþjónusta Íslands Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Stefán Skjaldarson sendiherra. Þá tóku Árni Þór Sigurðsson sendiherra og Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:10
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15