16. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. desember 2022 kl. 09:00


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:05
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:15
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:05
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1985. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 528. mál - staðfesting rammasamnings um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja Kl. 09:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Njáll Trausti Friðbertsson framsögumaður, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

3) 487. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 09:07
Fyrst komu á fund nefndarinnar Tómas Gíslason og Magnús Hauksson frá Neyðarlínunni. Þá komu Eva Bjarnadóttir frá UNICEF á Íslandi og Jóhannes Stefánsson frá Viðskiptaráði. Loks kom Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25