35. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. maí 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Diljá Mist Einarsdóttir og Jakob Frímann Magnússon voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

2004. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) Leiðtogafundur Evrópuráðsins Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Gunnar Hörður Garðarson frá Ríkislögreglustjóra.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 809. mál - framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2022 Kl. 10:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu: Bjarni Jónsson form.,frsm., Birgir Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Teitur Björn Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Diljá Mist Einarsdóttir ritar undir álit þetta samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.

4) Störf alþjóðanefnda Kl. 10:10
Nefndin ræddi það sem efst hefur verið á baugi í starfi alþjóðanefnda.

5) Önnur mál Kl. 10:52
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00