9. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 8. nóvember 2023 kl. 14:45


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 14:45
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 14:45
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 14:45
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 14:45
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 14:45
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) fyrir Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur (HHH), kl. 14:45
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 14:45
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 14:45
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 14:45

Birgir Þórarinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

2021. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Kl. 14:45
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram eftirfarandi bókun um tillögu utanríkismálanefndar til þingsályktunar um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs:

„Undirritaður er aðili að tillögunni með hliðsjón af eftirfarandi skilningi:

Að með orðalaginu „vopnahlé af mannúðarástæðum“ sé átt við það sem kanadísk stjórnvöld kölluðu „humanitarian pause“ í skýringum á tilvísaðri tillögu þeirra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þ.e. tímabundið hlé á átökum til að liðka fyrir mannúðaraðstoð á Gasaströndinni.

Að krafan um tafarlausa lausn gísla sé sett fram í samhengi við kröfuna um mannúðarhlé.

Að með tillögunni sé viðurkenndur réttur Ísraels til sjálfsvarnar með tilliti til alþjóðalaga.

Að með vísan til mikilvægis þess að alþjóðalögum sé fylgt sé m.a. átt við kröfu um að Hamas nýti ekki óbreytta borgara sem mannlega skildi eða meini þeim að leita skjóls með blekkingum, þvingunum eða öðru ofbeldi.

Að tryggt verði að auka viðbótarframlag til aðstoðar á svæðinu verði ekki að stuðningi við Hamas.

Að orðalagið „óheftur aðgangur mannúðaraðstoðar“ feli ekki í sér eftirlitsleysi með því sem flutt er inn á Gasaströndina eða því að aðstoðin skili sér til þeirra sem eiga að njóta hennar.“

2) Önnur mál Kl. 14:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55