18. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 15:18


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 15:18
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 15:18
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:18
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 15:18
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:18
Mörður Árnason (MÁ), kl. 15:18
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 15:18
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:18

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 15:23
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 9. desember var lögð fram til staðfestingar og verður hún birt á vef Alþingis.

2) Samningsafstaða vegna ESB.
31. kafli, utanríkis- öryggis- og varnarmál.
Kl. 15:23
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 31. samningskafla, utanríkis-, öryggis- og varnarmál.

Hermann Örn Ingólfsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, María Erla Marelsdóttir og Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti fóru yfir málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

3) Mál í vinnslu innan EFTA. Kl. 16:46
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um EES-mál sem eru til meðferðar í fastanefndum Alþingis sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

4) 110. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu Kl. 16:54
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

5) Önnur mál. Kl. 16:56
Formaður greindi frá því að ráðgert að nefndarmenn ættu fund með utanríkisráðherra Palestínu, dr. Riad Malki, sem heimsækti Ísland síðar í vikunni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:59