34. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2012 kl. 09:05


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:05
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:00
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:38
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:05
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:24
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:05

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:06
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 24. febrúar var lögð fram til staðfestingar og verður hún birt á vef Alþingis.

2) 537. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 119/2010 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:06
Á fundinn komu Bergþór Magnússon og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Skúli Gunnsteinsson og Gunnlaugur Geirsson frá innanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 538. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:17
Bergþór Magnússon og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneyti gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 539. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:22
Bergþór Magnússon og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneyti gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 540. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:43
Bergþór Magnússon og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneyti gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2012. Kl. 09:50
Bergþór Magnússon og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti voru gestir. Nefndin fjallaði um málið.

7) 110. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu Kl. 10:37
Á fundinn komu Gunnar Helgi Krsitinsson prófessor í stjornmálafræði, María Thjell forstöðumaður lagastofnunar HÍ og Hjalti Hrafn Hafþórsson og Kristinn Már Ársælsson frá Lýðræðisfélaginu Öldunni. Þau fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Starfið framundan. Kl. 11:21
Formaður greindi frá fyrirhuguðum fundi með Tim Ward aðalmálflytjanda Íslands í Icesave-málinu.

9) Önnur mál. Kl. 11:21
Rætt var um mögulegan fund um stöðu aðildarviðræðna við ESB.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:26