3. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. október 2013 kl. 08:37


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:47
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:37
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 08:37
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:37
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:37
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:37

Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Vilhjálmur Bjarnason, 2. varaformaður, stjórnaði fundi nefndarinnar undir 1. dagskrárlið.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1564. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 74. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 08:37
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 78. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 08:49
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Guðrún Ögmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 77. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 76. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:14
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 75. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:26
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Glóey Finnsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Dómur Evrópudómstólsins í máli C-431/11 Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson og Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Fjölluðu gestirnir um dóm Evrópudómstólsins í máli C-431/11 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 10:03
a) Fríverslunarsamningur Íslands og Kína.
b) Njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA).
c) Reglugerðir ESB um eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum.
d) Stefnumótun í utanríkismálum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24