33. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 15:05


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 15:05
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 15:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 15:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 15:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 15:05

Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 16:23.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1594. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundagerð fundar utanríkismálanefndar frá 4. mars var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 320. mál - aðildarviðræður við Evrópusambandið Kl. 15:06
Nefndin fjallaði um málsmeðferð skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB) og um þróun mála innan sambandsins.

3) Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja. Kl. 16:23
Nefndin fjallaði samhliða um reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja og ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins.

4) Ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins. Kl. 16:23
Nefndin fjallaði samhliða um reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja og ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins.

5) Önnur mál Kl. 16:30
a) Um trúnað á fundum utanríkismálanefndar.
b) Ástandið í Úkraínu.
c) Norðurskautsmál.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:36