46. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:09
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:20
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:09
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:09
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:12
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:09
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:15

Frosti Sigurjónsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1607. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 327. mál - fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu Kl. 09:09
Ákveðið var að fjalla um dagskrármál 1.-3. saman.

Á fund nefndarinnar kom Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands. Hann fór yfir málin og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 328. mál - fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama Kl. 09:58
Sjá umfjöllun um 1. dagskrárlið.

3) 329. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja Kl. 09:58
Sjá umfjöllun um 1. dagskrárlið.

4) Fundargerð Kl. 09:58
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 8. og 28. mars voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vef Alþingis.

5) 564. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2014 Kl. 09:58
Á fund nefndarinnar komu Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneyti og Jóhann Guðmundsson og Kristján Freyr Helgason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Vilhjálmur Bjarnason yrði framsögumaður málsins.

6) 566. mál - staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2014 Kl. 10:29
Á fund nefndarinnar komu Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneyti og Jóhann Guðmundsson og Kristján Freyr Helgason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Ásmundur Einar Daðason yrði framsögumaður málsins.

7) 565. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:35
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Ákveðið var að Birgir Ármannsson yrði framsögumaður málsins. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

8) Önnur mál Kl. 10:50
Fjallað var um störf nefndarinnar á næstunni:
a) Stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.
b) Aðildarviðræður við ESB.
c) Merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu.
d) Afsökunarbeiðni til iðkenda Falun gong.
e) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar.

Fundi slitið kl. 11:00