51. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. maí 2014 kl. 10:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:17
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir ÓP, kl. 10:21
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir ÁÞS, kl. 10:06
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:06
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:17

Ásmundur Einar Daðason og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1612. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 340. mál - umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka Kl. 10:08
Nefndin hélt áfram samhliða umfjöllun um þrjú þingmál:
- mál 340: tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki,
- mál 344: tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið,
- mál 352: tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar.

Fyrst kom á fund nefndarinnar Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum. Hann fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Svo kom a fundinn Georg Brynjarsson frá Bandalagi háskólamanna. Hann fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 344. mál - ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið Kl. 10:08
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

3) 352. mál - formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar Kl. 10:08
Sjá bókun við dagskrárlið 1.

4) Fundargerð Kl. 10:53
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 5., 6., og 7. maí voru lagðar fram til samþykktar og verða birtar á vef Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 10:53
Fjallað var um Úganda.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55