13. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:08
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:08
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:08
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:08
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:08
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:08
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:50

Frosti Sigurjónsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1637. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerð 12. fundar frá 11. nóvember var samþykkt.

2) 340. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Dagmar Sigurðardóttir frá Ríkiskaupum.

Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) nr. 157/2014 um skilyrði fyrir aðgengilegri yfirlýsingu á vefnum um nothæfi fyrir byggingarvörur Kl. 09:25
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Reglugerð (ESB) nr. 568/2014 um breytingu á V. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 305/2011 (mat á nothæfi byggingarvara) Kl. 09:27
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Reglugerð (ESB) nr. 574/2014 um breytingu á viðauka III við reglugerð (ESB) nr. 305/2011 (markaðssetning byggingarvara) Kl. 09:29
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Reglugerð (ESB) nr. 1062/2013 um framsetningu evrópsks tæknimats fyrir byggingarvörur Kl. 09:32
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Ástandið í Úkraínu. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Stefán Haukur Jóhannesson og Estrid Brekkan frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir gerðu grein fyrir ástandi mála í Úkraínu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 10:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20