44. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Elín Hirst (ElH), kl. 10:43
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:30
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:30
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:30

Anna María Elíasdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1668. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 695. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Jón F. Bjartmarz, Páll Heiðar Halldórsson og Ásgeir Karlsson frá Ríkislögreglustjóra. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 628. mál - alþjóðleg öryggismál o.fl. Kl. 09:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Gunnar Örn Indriðason frá innanríkisráðuneyti og Kristín Helga Markúsdóttir og Halldór Zoёga frá Samgöngustofu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 637. mál - framkvæmd samnings um klasasprengjur Kl. 09:58
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.

4) Önnur mál Kl. 09:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00