53. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. ágúst 2016 kl. 15:10


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 15:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 15:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:10
Elín Hirst (ElH), kl. 15:10
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:10
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:10
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 15:10

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1735. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Frestað.

2) 783. mál - samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur Kl. 15:15
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Sigurður Eyþórsson og Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands og fyrir hönd Samninganefndar Bændasamtaka Íslands. Þá komu Björgvin Jón Bjarnason frá Svínaræktarfélagi Íslands og Ingimundur Bergmanna og Jón Magnús Jónsson frá Félagi kjúklingabænda. að síðusut komu á fundinn Arnar Árnason og Margrét Gísladóttir frá Landssambandi kúabænda og Svavar Halldórsson og Þorgeir Ingi Pétursson frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Gerðu gestir grein fyrir umsögnum og sjónamiðum um málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 17:45
Steinunn Þóra Árnadóttir lagði til að nefndin ályktaði um stöðu mannréttindamála í Tyrklandi. Umræðu um málið var frestað. Nefndin ræddi einnig starfið framundan.

Fundi slitið kl. 17:55