24. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:06
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

1773. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 263. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja Kl. 09:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti meiri hluta standa: Jóna Sólveig Elínardóttir form., Vilhjálmur Bjarnason frsm., Birgir Ármannsson, Bryndís Haraldsdóttir og Teitur Björn Einarsson.

Minni hluti utanríkismálanefndar boðar aðskilin nefndarálit.

3) 76. mál - merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Davíð Logi Sigurðsson og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:08
Rætt var um störfin framundan.

Bryndís Haraldsdóttir, formaður Vestnorræna ráðsins, upplýsti nefndina um að umsókn Vestnorræna ráðisins um áheyrnaraðild að Norðurlandaráði hefur verið samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:12