40. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 21. febrúar 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:25
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 8. mál - þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Georg H. Ómarsson, Hómstein Bjarna Birgisson, Aron Stein Ruben og Sigurð Hólmar Jóhannesson.

3) 11. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kareni Ósk Nielsen Björnsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands, Vilhjálm Hilmarsson frá BHM og Alexöndru Ýr van Erven frá Landssamtökum íslenskra stúdenta.

4) 95. mál - skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árnýju Ingvarsdóttur frá Umhyggju og Katarsynu Kubis frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30