39. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 19. febrúar 2024 kl. 10:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 10:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 10:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:00

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) 27. mál - greiðsluaðlögun einstaklinga Kl. 10:05
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt einróma.

Undir nefndarálit með breytingartillögu meiri hluta rita Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður og framsögumaður málsins, Jóhann Páll Jóhannsson, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Óli Björn Kárason.

Guðbrandur Einarsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan málinu.

3) 90. mál - orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega Kl. 10:07
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

4) 93. mál - almannatryggingar Kl. 10:07
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:17