42. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 6. mars 2024 kl. 10:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 10:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:00

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 41. fundar samþykkt.

2) 584. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 Kl. 10:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Harald L Haraldsson og Arnar Haraldsson. Kynntu þeir skýrslu um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.

3) 728. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 11:10
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður þess.

Fundi slitið kl. 11:15