12. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. nóvember 2013 kl. 13:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:28
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 13:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 13:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:05
Elín Hirst (ElH), kl. 13:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:11
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:11

KaJúl og UBK voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 144. mál - almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð Kl. 13:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 144. mál og fékk á sinn fund Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, Eyjólf Eysteinsson og Hauk Ingibergsson frá Landssambandi eldri borgara og Ingvar J. Rögnvaldsson og Guðrúnu Jenný Jónsdóttur frá ríkisskattstjóra. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 71. mál - skráning upplýsinga um umgengnisforeldra Kl. 13:50
Nefndin tók til umfjöllunar 71. mál og fékk á sinn fund Heiðu Björgu Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu, Elísabetur Gísladóttur frá embætti umboðsmanns barna og Benedikt Jóhannsson. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 89. mál - mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar Kl. 14:30
Nefndin tók til umfjöllunar 89. mál og fékk á sinn fund Heiðu Björgu Pálmadóttur og Halldór Hauksson frá Barnaverndarstofu, Hrannar Jónsson og Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur frá Geðhjálp, Óðin Einisson og Elínu Sigurðardóttur frá Klúbbnum Geysi og Elísabetu Gísladóttur frá embætti umboðsmanns barna. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 24. mál - sjúkraskrár Kl. 14:12
Framsögumaður málsins, ÞórE, dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt á næsta fundi nefndarinnar.

5) Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri Kl. 14:18
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Önnur mál Kl. 14:20
Nefndin ákvað að senda 185. og 186. mál til umsagnar til 5. desember.

Fundi slitið kl. 15:40