32. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 18:37


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 18:37
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 18:37
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) fyrir Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur (HHH), kl. 18:37
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 18:37
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 18:37
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 18:37
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 18:37
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 18:37

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 584. mál - barnaverndarlög Kl. 18:37
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt af eftirfarandi nefndarmönnum: Líneik Önnu Sævarsdóttur, Ágústi Bjarna Garðarssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Oddnýju G. Harðardóttur og Óla Birni Kárasyni.
Halldóra Mogensen sat hjá.
Að nefndaráliti meiri hluta standa: Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir, Oddný G. Harðardóttir og Óli Björn Kárason.

Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen og Oddný G. Harðardóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Flokks fólksins, Pírata og Samfylkingar hafa skilning á sjónarmiðum sveitarfélaganna um að þau þurfi frekari undirbúningstíma til að uppfylla ákvæði breytingarlaga nr. 107/2021 á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Til stendur að koma á fót barnaverndarþjónustu sem taka eigi við af barnaverndarnefndum sveitarfélaganna, en þær á að leggja niður. Það er ljóst að ef barnaverndarnefndir sveitarfélaganna verði lagðar niður án þess að við þeim taki barnaverndarþjónustan að þá munu hagsmunir barna lenda á milli skips og bryggju um óákveðinn tíma með tilheyrandi afleiðingum. Fulltrúar Flokks fólksins, Pírata og Samfylkingar styðja því frestun framkvæmdar á lögunum í ljósi þess að hagsmunir barna skulu ávallt hafa forgang.
Stjórnarmeirihlutinn hefði hins vegar getað brugðist við mun fyrr til þess að standa vörð um hagsmuni barna með fullnægjandi þinglegri meðferð, frekar en að ætla að keyra málið í gegn á hundavaði án þess að þingmenn geti kynnt sér málið nægilega vel og svo hægt sé að afgreiða málið með faglegum hætti. Fulltrúar Flokks fólksins, Pírata og Samfylkingar vilja því bóka að þessi gáleysislegu vinnubrögð stjórnarmeirihlutans eru með öllu ólíðandi, sérstaklega m.t.t. þess að nægilegt svigrúm er til þess að vinna málið betur og með faglegri hætti eftir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna og fyrir gildistíma laganna þann 28. maí.

2) Önnur mál Kl. 18:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:45