19. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var fjarverandi.
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:40.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 18. fundar samþykkt.

2) 435. mál - félagsleg aðstoð Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Auður Axelsdóttir og Málfríður Hrund Einarsdóttir frá Hugarafli, Sverrir Berndsen og Unnur Sverrisdóttir frá Vinnumálastofnun, Margrét Ólafía Tómasdóttir frá Félagi íslenskra heimilislækna og Gísli Páll Oddsson og Þórir Ólason frá Tryggingastofnun ríkisins.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

3) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:32