20. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. desember 2022 kl. 09:55


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:55
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:55
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:55
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:55
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:55
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:55
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:55
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:55
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:55
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:55

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:55
Dagskrárlið frestað.

2) 272. mál - húsaleigulög Kl. 09:55
Á fjarfund mættu Ingvar Rögnvaldsson, Ragnheiður Björnsdóttir og Ævar Ísberg frá Skattinum. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (frítekjumark og skerðingarhlutfall greiðslna vegna örorku) Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Ágúst Þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir Röed frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (framlenging á bráðabirgðaákvæði I) Kl. 10:55
Á fund nefndarinnar mættu Jóna Guðný Eyjólfsdóttir og Þór G. Þórarinsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40