52. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 13:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir (JSkúl), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:20

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 14:17.


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 856. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar komu Guðlaug Einarsdóttir, Drífa Jónasdóttir og Rögnvaldur Gunnarsson frá heilbrigðisráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Helgu Sigríði Þórhallsdóttur og Steinunni Birnu Magnúsdóttur frá Persónuvernd í gegnum fjarfundarbúnað.

Því næst komu á fundinn Helga Þórðardóttir og Jóhann Lenharðsson frá embætti landlæknis, Eygló Harðardóttir og Helgi Valberg Jensson frá ríkislögreglustjóra, Bára Brynjólfsdóttir og Andrea Valgeirsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Drífa Snædal frá Stígamótum. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 15:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:23