3. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. október 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:36
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Jóhann Páll Jóhannsson boðaði forföll.

Guðmundur Ingi Kristinsson vék af fundi kl. 10:55.

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 11:15.

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:15.

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:55
Fundargerð 2. fundar samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá innviðaráðherra á 154. löggjafarþingi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Hermann Sæmundsson, Sigtryggur Magnason, Ingveldur Sæmundsdóttir og Hólmfríður Bjarnadóttir frá innviðaráðuneytinu. Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína, sbr. 3. mgr. 47. gr. þingskapa og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 225. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Sigurð Kára Árnason og Önnu Maríu Káradóttur frá heilbrigðisráðuneytinu.

Þá komu á fundinn Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Rósa Másdóttir, Jón Sigurðsson frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Kolbrún Halldórsdóttir frá BHM.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Samþykkt var beiðni Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur að halda opinn fund í velferðarnefnd um réttindi útlendinga sem sviptir hafa verið þjónustu í kjölfar lokasynjunar á umsókn um alþjóðlega vernd.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að ekki fáist heimild til þess að kalla forsætisráðherra á opinn fund nefndarinnar til þess að ræða fordæmalausa skerðingu á grundvallarréttindum fólks á flótta. Forsætisráðherra fer með samræmingarhlutverk í málaflokknum og er því mikilvægt að hún komi á fund nefndarinnar í ljósi ágreinings sem er innan ríkisstjórnarinnar um lagatúlkun og ábyrgð í þessu máli, en einnig þar sem um augljóst mannréttindamál er að ræða. Hefur forsætisráðherra meðal annars látið vinna fyrir sig lögfræðiálit um túlkun á þeim ákvæðum sem um ræðir og hefur þannig sjálf sýnt að málið falli undir hennar málefnasvið. Þessi afstaða meirihlutans og ráðherrans er forkastanleg og enn eitt dæmið um aðför meirihlutans að eftirlitshlutverki þingsins með framkvæmdarvaldinu. Tel ég þessi vinnubrögð formanns nefndarinnar og meirihlutans í ósamræmi við reglur þingsins og byggðar á pólitískum forsendum en ekki faglegum og málefnalegum.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er afstaða meirihluta velferðarnefndar að ekki sé forsenda til þess að kalla forsætisráðherra á fund velferðarnefndar vegna þjónustu við fólk sem fengið hefur synjun um alþjóðlega vernd í ljósi þess að málaflokkurinn heyrir undir aðra ráðherra í ríkisstjórn og því með öllu óeðlilegt að kalla forsætisráðherra til.
Meirihlutinn mótmælir því að um sé að ræða aðför að eftirlitshlutverki þingsins og sé í ósamræmi við reglur þingsins.
Bent er á að heimild til að halda opinn fund skv. 3. mgr. 19. gr. þingskapa um frumkvæðismál skv. 1. mgr. 26. gr. eru settar þær skorður að málefni þarf að falla undir málefnasvið nefndarinnar eins og það er skilgreint í þingsköpum, sbr. 13. gr., það þarf að varða opinbert málefni, sbr. 3. mgr. 49. gr. , og vera á ábyrgð þess ráðherra sem boðaður er á fundinn, sbr. 1. mgr. 49.gr.

Fundi slitið kl. 11:45