6. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. október 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
Fundargerð 71. fundar frá 153. þingi samþykkt.

2) 225. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Ágúst Ólaf Ágústsson og Gunnar Örn Gunnarsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands.

Þá komu á fundinn Unnur Berglind Friðriksdóttir frá Ljósmæðrafélagi Íslands og Steinunn Þórðardóttir og Theódór Skúli Sigurðsson og Dögg Pálsdóttir frá Læknafélaginu.

3) 138. mál - almannatryggingar Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

4) 10. mál - leyfisskylda og eftirlit með áfangaheimilum Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) 241. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023--2027 Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 16. mál - tæknifrjóvgun o.fl. Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

7) 8. mál - þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

8) 28. mál - húsaleigulög Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

9) 264. mál - sorgarleyfi Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins.

10) Önnur mál Kl. 10:50
Starfið framundan rætt.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00