9. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. nóvember 2023 kl. 13:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 13:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:00
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 13:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Guðmundur Ingi Kristinsson, Bryndís Haraldsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir boðuðu forföll.

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 13:30.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 5., 6., 7. og 8. fundar nefndarinnar samþykktar.

2) 241. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023--2027 Kl. 13:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Önnu Tryggvadóttur og Hlín Sæþórsdóttur frá mennta- og barnamálaráðuneyti.
Kl. 13:40 kom á fund nefnarinnar Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélag Íslands. Kl. 14:00 komu á fund nefndarinnar Herdís Gunnarsdóttir og Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Kl. 14:20 komu á fund nefndarinnar Andrea Valgerðsdóttir frá ÖBÍ og Sindri Viborg frá Tourette samtökunum. Kl. 14:40 komu á fund nefndarinnar Eygló Harðardóttir og Kristín Alda Jónsdóttir frá Ríkislögreglustjóra.

3) 54. mál - fjármögnun á tækjakosti til bráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum Kl. 13:05
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

4) 59. mál - þjónusta vegna vímuefnavanda Kl. 13:05
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

5) 36. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 13:05
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 15:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00