32. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 26. janúar 2024 kl. 10:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG ) formaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar ), kl. 10:00
Guðbrandur Einarsson (GE ), kl. 10:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK ), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS ), kl. 10:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM ), kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK ), kl. 10:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ ) fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (ArnG), kl. 10:00

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) 618. mál - sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 10:00
Í upphafi fundar var ákveðið að framsögumaður málsins verði Líneik Anna Sævarsdóttir.

Kl. 10 mættu Ingilín Kristmannsdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneyti og kynntu málið.
Kl. 10:30 mættu á fundinn Nökkvi Már Jónsson og Ellen Calmon frá Grindavíkurbæ og Hörður Guðbrandsson frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og fjölluðu um málið.