37. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 12. febrúar 2024 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu Kl. 09:38
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Jón Þór Þorvaldsson, Jóhönnu Lind Elíasdóttur og Ágúst Þór Sigurðsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og Huld Magnúsdóttur frá Tryggingastofnun Íslands og Steingrím J. Sigfússon. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 38. mál - fjarvinnustefna Kl. 10:51
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

4) 42. mál - atvinnulýðræði Kl. 10:52
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) 100. mál - almannatryggingar Kl. 10:53
Tillaga um að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 91. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 10:55
Tillaga um að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 10:56
Starfið framundan rætt.

Fundi slitið kl. 11:00