7. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. nóvember 2011 kl. 09:06


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:06
Amal Tamimi (AT) fyrir LGeir, kl. 09:06
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:06
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:06
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:06
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:44
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:06

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda og heimsókna. Kl. 09:07
Formaður dreifði fundargerðum 2.-5. fundar nefndarinnar og tók þær til umræðu. UBK gerði athugasemd við fundargerð 4. fundar miðvikudaginn 19. október sl. þar sem auglýstur fundartími þann dag var til kl 11:00 og skráð er fjarvist á nefndarmanninn frá kl. 11:10. Formaður lét bóka að fastur fundartími nefndarinnar á miðvikudögum er til kl. 12:00. Fundargerðirnar voru að öðru leyti samþykktar.

2) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:20
Nefndin tók til umfjöllunar 1. mál um fjárlög 2012. Formaður kynnti bréf sem barst frá fjárlaganefnd þar sem óskað er álits velferðarnefndar á þeim hluta fjárlaga sem heyrir undir málefnasvið nefndarinnar. Á fund nefndarinnar komu Anna Lilja Gunnarsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Dagný Brynjólfsdóttir, Sturlaugur Tómasson og Sveinn Magnússon. Kynntu þau hlut velferðarráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu og fóru yfir einstaka þætti þess auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 4. mál - staðgöngumæðrun Kl. 10:40
Nefndin tók til umfjöllunar 4. mál um staðgöngumæðrun. JRG framsögumaður lagði til að þar sem málið væri breytt frá síðasta þingi yrði það sent til umsagnar að nýju með viku fresti. Var það samþykkt. Þá komu á fund nefndarinnar Elín Einarsdóttir og Katrín B. Baldvinsdóttir frá Tilveru og Soffíu Fransisku Rafnsdóttir Hede talsmaður Staðgöngu ásamt fulltrúum frá Staðgöngu. Fóru gestir yfir athugasemdir sínar við málið og kynntu sjónarmið sín auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 1. mál um fjárlög 2012 og fékk á sinn fund Ingibjörgu Pálmadóttur, Önnu Þorkelsdóttur, Friðrik Pálsson, Guðjón Sigurðsson, Kristján Linnet og Sigurrósu Kristinsdóttur frá Ráðgjafarnefnd Landspítala háskólasjúkrahúss. Fóru þau yfir niðurskurð í fjárveitingum til Landspítalans undanfarin ár og ræddu niðurskurðarkröfu til hans í frumvarpi til fjárlaga auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Þá komu á fund nefndarinnar Birgir Gunnarsson og Magnús Ólafsson frá Reykjalundi. Þeir kynntu nefndinni þjónustusamning sinn við ríkið, sparnaðarkröfu ríkisins og fjárhag Reykjalundar. Að auki svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

5) 20. mál - aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir Kl. 12:04
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

6) 21. mál - reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni Kl. 12:04
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

7) Önnur mál. Kl. 12:05
Fleira var ekki rætt.

KLM vék af fundi kl. 10:00 og VBj kl. 10:55, bæði vegna annarra þingstarfa.
BirgJ var fjarverandi og GStein var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Fundi slitið kl. 12:05