26. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 09:20


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:20
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:20
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:20
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:20

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:20
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

2) Þingmálaskrá velferðarráðherra. Kl. 09:20
1. varaformaður (JRG) stýrði fundi og tók til umfjöllunar þingmálaskrá velferðarráðherra. Á fund nefndarinnar komu Áslaug Einarsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Laufey Helga Guðmundsdóttir, Sindir Kristjánsson og Vilborg Ingólfsdóttir. Fóru þau yfir uppfærða þingmálaskrá og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 21. mál - reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni Kl. 09:55
Nefndin tók til umfjöllunar 21. mál og fékk á sinn fund Bryndísi Þorvaldsdóttur, Svein Magnússon og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti og Gyðu Hjartardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir sjónarmið sín varðandi málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 147. mál um heilbrigðisstarfsmenn og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur, Guðrúnu Jensdóttur og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti. Fóru þær yfir einstaka þætti málsins með nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 11:24
Fleira var ekki rætt.
BirgJ og PHB voru fjarverandi, ÁI og LGeir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa og VBj og EyH vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 11:25