35. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. mars 2012 kl. 09:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:49
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð 34. fundar sem voru samþykkt.

2) Tilskipun 11/24/EU um rétt sjúklinga til að leita sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Kl. 09:06
Í samræmi við 2. gr. reglna Alþingis um þinglega meðferð EES-mála fékk nefndin tilkynningu um að fyrirhugað væri að fella inn í EES-samninginn tilskipun 11/24/ESB um rétt sjúklinga til að leita sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Nefndin fékk á sinn fund Hildi Sverrisdóttur Röed, Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur og Steinunni M. Lárusdóttur frá velferðarráðuneyti og Bergþór Magnússon og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur frá utanríkisráðuneyti. Kynntu þau málið, stöðu þess og álitaefni því tengdu auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 147. mál. Nefndin ræddi drög að nefndaráliti með breytingartillögu.

4) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 10:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 440. mál og fékk á sinn fund Kristínu Tómasdóttur frá Geðhjálp, Grétar Pétur Geirsson frá Sjálfsbjörg, Friðrik Sigurðsson og Gerði A. Árnadóttur frá Þroskahjálp og Hrefnu K. Óskarsdóttur og Lilju Þorgeirsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands. Ræddi nefndin einstaka þætti málsins við gesti sem jafnframt svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 571. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:00
Nefndin tók 571. mál til umfjöllunar og ræddi málsmeðferð þess en utanríkismálanefnd sendi nefndinni bréf 2. mars sl. þar sem leitað var álits hennar á málinu.

6) 583. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Nefndin tók 583. mál til umfjöllunar og ræddi málsmeðferð þess en utanríkismálanefnd sendi nefndinni bréf 2. mars sl. þar sem leitað var álits hennar á málinu.

7) Önnur mál. Kl. 11:46
Fleira var ekki rætt.
BirgJ var fjarverandi og KLM vegna veikinda.
VBj vék af fundi kl. 10:35, ÁI kl. 10:50 og EyH kl. 11:00.

Fundi slitið kl. 11:46