40. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 09:10


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:10
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:18
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:10
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:47
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:10

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:10
Formaður dreifði drögum að fundargerð 39. fundar sem voru samþykkt.

2) 109. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 09:15
Nefndin tók til umfjöllunar 109. mál um fæðingar- og foreldraorlof. Ákveðið var að EyH yrði framsögumaður. Nefndin fékk á fundinn Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Bjarnheiði Gautadóttir frá velferðarráðuneytinu og greindu þær frá sínum sjónarmiðum varðandi frumvarpið. Á fund nefndarinnar komu einnig Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elín Rósa Sigurðardóttir, Inga Huld Sigurðardóttir, Ragnheiður Anna Þorsteinsdóttir og Hulda Orradóttir frá Félagsskap kvenna. Gerðu þær grein fyrir afstöðu sinni til málsins.

3) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 10:25
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 256. mál. Á fund nefndarinnar komu Einar Magnússon og Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu og fóru yfir afmarkaða hluta frumvarpsins. Formaður óskaði eftir frekari upplýsingum frá ráðuneytinu.

4) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:09
Umfjöllun um málið var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 11:10
Fleira var ekki rætt. Vilhjálmur Árnason varaþingmaður Sjáflstæðisflokksins var gestur á fundinum.

BirgJ, VBj og LGeir voru fjarverandi og KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 11:10