43. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. mars 2012 kl. 13:07


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 13:07
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 13:07
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 13:07
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir VBj, kl. 13:18
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:07
Skúli Helgason (SkH) fyrir KLM, kl. 13:07
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:07

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 13:07
Yfirferð yfir fundargerð var frestað.

2) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 13:07
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti sem nefndin ræddi. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt. Að nefndaráliti meiri hluta standa ÁI, JRG, LGeir, MN, SkH og GStein. EyH var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

3) Breyt. á lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Kl. 13:19
Á fund nefndarinnar kom Guðríður Þorsteinsdóttir frá velferðarráðuneytinu og kynnti uppfærð drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Nefndin ræddi drögin og lagði formaður til að málið yrði afgreitt. Var það samþykkt. Að frumvarpi meiri hluta nefndarinnar standa ÁI, JRG, LGeir, GStein, SkH og RR.

4) Önnur mál. Kl. 13:30
Fleira var ekki rætt.

EyH og BirgJ voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 13:30