16. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 10:02


Mættir:

Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞBack, kl. 10:02
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:02
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 10:02
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:24
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:02

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:02
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 22. mál - legslímuflakk Kl. 10:03
Nefndin tók 22. mál - legslíkmuflakk - til umfjöllunar. Á fund nefndarinnar komu Auður Smith og Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Berglind Birgisdóttir og Silja Ástþórsdóttir frá Samtökum um endómetríósu. Þá var Arnar Hauksson í símasambandi við fundinn. Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 28. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 10:49
Nefndin tók til umfjöllunar 28. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir. Á fund nefndarinnar komu Jórunn Sörensen frá Félagi nýrnasjúkra, Jón Baldursson og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Sveinn Guðmundsson frá Hjartaheill og Svanur Sigurbjörnsson frá Siðmennt. Gerðu gestirnir grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 11:50
Fleira var ekki rætt.

KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
SII, ÁÞS og UBK voru fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 11:50