20. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 09:06


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:06
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:22
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞBack, kl. 09:06
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:25
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06

KLM hafði boðuð forföll.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:06
Nefndin tók til umfjöllunar þau ákvæði frumvarps til stjórnarskipunarlaga sem óskað var eftir af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Fjallað var um 12. gr. um rétt bara, 22. gr. um félagsleg réttindi og 23. gr. um heilsu og heilbrigðisþjónustu.

Kl. 9:06 komu á fund nefndarinnar Hrefna Friðriksdóttir frá lagadeild Háskóla Íslands, Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna og Elísabet Gísladóttir starfsmaður hjá embætti umboðsmanns barna og Bergsteinn Jónsson og Stefán Ingi Stefánsson frá Unicef. Fjölluðu þau um 12. gr. frumvarpsins um réttindi barna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:00 komu á fund nefndarinnar Guðmundur Magnússon og Guðríður Ólafsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Eyjólfur Eysteinsson, Ragnheiður Stephensen og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Ragna Haraldsdóttir og Sigríður Lillý Baldursdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins og Geir Gunnlaugsson landlæknir. Fjölluðu þau um 22. gr. frumvarpsins um félagsleg réttindi og 23. gr. um heilsu og heilbrigðisþjónustu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál. Kl. 10:57
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:05