21. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. desember 2012 kl. 09:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:03
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞBack, kl. 11:14
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 09:03
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:03

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:03
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:03
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 415. mál og fékk á sinn fund Brynhildi Flóvenz, Gylfa Arnbjörnsson og Magnús Norðdahl frá ASÍ, Árna Stefán Jónsson og Sonju Ýr Þorgbergsdóttur frá BSRB, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Ernu Guðmundsdóttur frá BHM, Björn Þ. Rögnvaldsson og Kristinn Tómasson frá Vinnueftirlitinu, Gissur Pétursson frá Vinnumálastofnun og Guðmund Gunnarsson frá Rafiðnaðarsambandinu. Gerðu gestirnir grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Málefni Íbúðalánasjóðs. Kl. 10:46
Nefndin fjallaði um stöðu Íbúðalánasjóðs, skilabréf starfshóps sem falið var að fjalla um stöðu sjóðsins og skýrslu IFS greiningar. Á fund nefndarinnar komu Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs og Jóhann Ársælsson formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, Þórhallur Arason formaður starfshópsins, Guðmundur Pálsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Kjartan Broddi Bragason og Vilhjálmur Vilhjálmsson frá IFS greiningu. Gerðu þeir grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 12:23
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:23