37. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 09:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:05
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:09
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:13
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 09:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:21
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:13
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:05

BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fundinn.
UBK vék af fundi kl. 10:03.
BJJ vék af fundi kl. 11:24

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) Staða barnalaga. Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um stöðu barnalaga eftir samþykkt á lögum nr. 144/2012, sbr. lög nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum. Nefndin fjallaði m.a. um sáttameðferð á grundvelli laganna og reglugerðar á grundvelli þeirra sem á eftir að setja. Á fund nefndarinnar kom Jóhann Gunnarsdóttir frá innanríkisráðuneyti.

3) 152. mál - jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum Kl. 09:38
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 152. mál og fékk á sinn fund Gyðu Hjartardóttur og Svandísi Ingimundardóttur frá Sanbandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu þau grein fyrir umsögn sinni um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 10:03
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 470. mál og fékk á sinn fund Maríu Rúnarsdóttur frá Félagsráðgjafafélaginu, Gerði Árnadóttur og Jón Þorstein Sigurðsson frá Þroskahjálp og Guðmund Magnússon og Hrefnu Óskarsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 458. mál - framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 Kl. 11:08
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 458. mál og fékk á sinn fund Ernu Reynisdóttur og Margréti Júlíu Rafnsdóttur frá Barnaheillum og Stefán Inga Stefánsson og Bergstein Jónsson frá Unicef. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 561. mál - geislavarnir Kl. 11:01
Nefndin ákvað að senda 561. mál út til umsagnar og veita tveggja vikna umsagnarfrest.

7) Önnur mál. Kl. 11:57
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:57