9. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. nóvember 2013 kl. 09:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:05

BjÓ vék af fundi kl. 10:07 og kom FrH í hennar stað.
ÞórE var veðurteppt austur á landi.
ElH boðaði forföll.
KaJúl og UBK voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 24. mál - sjúkraskrár Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Margréti Björnsdóttur frá velferðarráðuneyti.

2) 5. mál - bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi Kl. 10:07
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Björk Vilhelmsdóttur, Ellý Þorsteinsdóttur, Birgi Björn Sigurjónsson og Ásgeir Westergren frá Reykjavíkurborg. Gerðu þau grein fyrir umsögn borgarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar fyrri gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Ingvar Rögnvaldsson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá ríkisskattstjóra. Gerðu þau grein fyrir umsögn embættisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar fyrri gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Ágúst Bogason frá BSRB, Bergur Þorri Benjamínsson og Sigríður Ingólfsdóttir frá ÖBÍ og Jóhann Sigurbjörnsson og Þórný Sigmundsdóttir frá samtökum leigjenda. Gerðu þau grein fyrir sínum umsögnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri Kl. 11:55
Dagskrárliðnum var frestað.

4) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. desember.

5) 160. mál - lífsýnasöfn Kl. 11:56
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. desember.

6) Önnur mál Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00