31. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir ÁsF, kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Elín Hirst var fjarverandi.
Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:00
Fundargerði síðasta fundar var samþykkt.

2) 10. mál - bygging nýs Landspítala Kl. 09:00
Nefndin tók til umfjöllunar 10. mál og fékk á sinn fund Ólaf G. Skúlason frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Geir Gunnlaugsson landlækni, Páll Matthíasson og Ingólf Þórisson frá Landspítalanum, Ebbu Margréti Magnúsdóttur og Örn Þorvarðs Þorvarðsson frá læknaráði LSH, Dögg Pálsdóttur og Orra Ormarsson frá Læknafélaginu, Eyjólf Eysteinsson og Hauk Ingimarsson frá Landssambandi eldri borgara og Ellen Calmon frá Öryrkjabandalaginu.

Þegar ofangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Dagur B. Eggertsson og Sigurður Björn Blöndal frá Reykjavíkurborg, Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Andrés Magnússon og Kristján Guðmundsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

3) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:07
Nefndin fjallaði um málið.

4) 160. mál - lífsýnasöfn Kl. 11:07
Sjá fyrri dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 11:50
Formaður vék að dagskrám næstu funda.

Fundi slitið kl. 12:05