16. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 11:20
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 11:21

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis. Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson og Unnur Brá Konráðsdóttir viku af fundi nefndarinnar kl. 11.23.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:02
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar komu Kári Gunndórsson og Sigríður Ingvarsdóttir frá kærunefnd barnaverndarmála og kærunefnd greiðsluaðlögunarmála, Auður Björg Jónsdóttir frá kærunefnd húsamála, Þuríður Árnadóttir frá úrskurðarnefnd almannatrygginga, Brynhildur Georgsdóttir frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða og Arnar Kristinsson frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.

3) Reglugerð (ESB) nr. 520/2012 er varðar skyldu markaðsleyfishafa lyfja til að halda úti grunnskjali lyfjagátarkerfis Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

4) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 11:20
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi umsögn um málið til efnahags- og viðskiptanefndar. Að umsögninni standa Þórunn Egilsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Brynjar Níelsson, Birgir Ármannson, og Unnur Brá Konráðsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 11:25
Nefndin ákvað að senda 211. mál til umsagnar með fresti til 10. desember. Ákveðið var að Björt Ólafsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 11:28