39. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2015 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:37
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 11:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Guðbjartur Hannesson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis. Brynjar Níelsson boðaði forföll á fyrri hluta fundar. Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar komu Bjarnheiður Gautadóttir og Rún Knútsdóttir frá velferðarráðuneyti.

3) Önnur mál Kl. 10:34
Nefndin afgreiddi 27. mál um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu með breytingartillögu. Að nefndaráliti standa Ásmundur Friðriksson, Björt Ólafsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Páll Jóhann Pálsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Helgi Hrafn Gunnlaugsson er samþykkur álitinu.

4) 322. mál - almannatryggingar Kl. 10:46
Á fund nefndarinnar kom Dögg Hilmarsdóttir frá Fangelsismálastofnun.

Fundi slitið kl. 11:46