40. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:29
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 13:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:35
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00

Guðbjartur Hannesson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis. Elsa Lára Arnardóttir og Páll Jóhann Pálsson boðuðu að þau yrðu sein á fundinn. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 14:13. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 14:54. Páll Jóhann Pálsson vék af fundi kl. 16:05. Guðmundur Steingrímsson vék af fundi kl. 16:12.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) 454. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks Kl. 13:01
Á fund nefndarinnar komu Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands, Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjar, Helga Dögg Björgvinsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Guðjón Sigurðsson frá MND félagi Íslands, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson frá NPA miðstöðinni svf. og Gyða Hjartardóttir og Sólveig B. Gunnarsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) Tillögur um aðgerðir til að vinna bug á fátækt - Skýrsla Velferðarvaktarinnar. Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar komu Hilma H. Sigurðardóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Siv Friðleifsdóttir og Vilborg Oddsdóttir frá Velferðarvaktinni.

4) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 16:15
Liðnum var frestað.

5) 25. mál - fjármögnun byggingar nýs Landspítala Kl. 16:15
Liðnum var frestað.

6) 14. mál - efling heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu Kl. 16:15
Liðnum var frestað.

7) Önnur mál Kl. 16:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:24