58. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 11:28
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundinum kl. 10:11. Brynjar Níelsson vék af fundinum kl. 11:35 og kom aftur kl. 12:00.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 57. fundar var samþykkt.

2) 696. mál - húsaleigulög Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Björn A. Magnússon frá Brynju - hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, Böðvar Jónsson frá Byggingafélagi námsmanna ses., Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir frá Félagi löggiltra leigumiðlara, Auðun Freyr Ingvarsson frá Félagsbústöðum hf., Sigurður Helgi Guðjónsson frá Húseigendafélaginu, Hildigunnur Hafsteinsdóttir og Hrannar Már Gunnarsson frá Neytendasamtökunum og Gísli Tryggvason, Hólmsteinn Brekkan og Jóhann Már Sigurbjörnsson frá Samtökum leigjenda á Íslandi.

3) 338. mál - seinkun klukkunnar og bjartari morgnar Kl. 11:35
Á fund nefndarinnar kom Erla Björnsdóttir frá Hinu íslenska svefnrannsóknafélagi.

4) Önnur mál Kl. 12:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05