64. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 1. júní 2015 kl. 08:33


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:33
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 08:33
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:41
Brynjar Níelsson (BN), kl. 08:33
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:33
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 08:33
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:38
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:38

Ásmundur Friðriksson boðaði að hann yrði seinn vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:33
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) 18. mál - útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili Kl. 08:39
Nefndin ræddi málið.

3) 35. mál - almannatryggingar Kl. 08:48
Málið var afgreitt með atkvæði allra viðstaddra. Allir viðstaddir stóðu að nefndaráliti með frávísunartillögu.

4) 52. mál - aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra Kl. 08:52
Málið var afgreitt með atkvæði allra viðstaddra. Allir viðstaddir stóðu að nefndaráliti með frávísunartillögu.

5) Önnur mál Kl. 09:05
Guðbjartur Hannesson bókaði eftirfarandi: 25. máli um fjármögnun byggingar nýs Landspítala var vísað til skoðunar hjá Guðbjarti Hannessyni og Ragnheiði Ríkharðsdóttur á fundi velferðarnefndar 18. mars sl. Fyrir liggur að heilbrigðisráðherra leggst gegn málinu og nú er ljóst að ekki er meiri hluti fyrir afgreiðslu þess úr nefndinni. Málinu verður því ekki fylgt frekar eftir á þessu þingi.

6) 696. mál - húsaleigulög Kl. 09:10
Nefndin ræddi málið.

7) 697. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 09:54
Liðnum var frestað.

Fundi slitið kl. 09:54