18. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 14:00


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 14:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 14:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 14:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 14:00
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 14:14
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 14:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 14:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 14:00

Hildur Sverrisdóttir var erlendis vegna annarra þingstarfa. Jóna Sólveig Elínardóttir vék af fundi kl. 15:11.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:00
Fundargerð 17. fundar samþykkt.

2) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 14:00
Á fund nefndarinnar mættu Anna Björg Aradóttir og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis. Fóru þau yfir umsögn embættisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 49. mál - greiðsluþátttaka sjúklinga Kl. 14:20
Á fund nefndarinnar mættu Anna Björg Aradóttir og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis. Fóru þau yfir umsögn embættisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 14:40
Á fund nefndarinnar mættu Anna Björg Aradóttir og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis. Fóru þau yfir umsögn embættisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar mætti Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands. Fór hún yfir umsögn sambandsins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar mætti Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands. Fór hún yfir umsögn sambandsins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 4. mál - sjúkratryggingar Kl. 15:20
Á fund nefndarinnar mætti Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands. Fór hún yfir umsögn sambandsins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) 121. mál - atvinnuleysistryggingar Kl. 15:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt var að Steingrímur J. Sigfússon verði framsögumaður málsins.

9) 112. mál - brottnám líffæra Kl. 15:33
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt var að Nichole Leigh Mosty verði framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 15:36