19. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 09:10


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:10
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:20
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:10

Halldóra Mogensen var fjarverandi sökum veikinda. Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Jóna Sólveig Elínardóttir var erlendis vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 16., 17. og 18. fundar samþykktar.

2) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Dagný Ósk Aradóttir Pind og Fríða Rós Valdimarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands og Kristín Ástgeirsdóttir frá Jafnréttisstofu var á símafundi. Gerðu þær grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Unnur Sverrisdóttir frá Fæðingarorlofssjóði og Bjarnheiður Gautadóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir frá velferðarráðuneyti. Gerðu þær grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun nr. 2014/67/ESB um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn (reglugerðin um IM-upplýsing Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Bjarnheiður Gautadóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir frá velferðarráðuneyti og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Inga Rún Ólafsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sambandsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:17
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:17