Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 31. janúar

24.1.2024

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 31. janúar í nýju húsnæði Alþingis, Smiðju, Tjarnargötu 9 og hefst hann kl. 9:15.

Fundarefnið er upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Gestur fundarins verður Bjarni Benediktsson fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir. Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.