Opinn fundur í velferðarnefnd mánudaginn 16. október

13.10.2023

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fund mánudaginn 16. október í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og hefst hann kl. 9:30.

Fundarefnið er réttindi útlendinga sem sviptir hafa verið þjónustu í kjölfar lokasynjunar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd.

Eftirfarandi koma á fund nefndarinnar:

  • Kl. 9:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
  • Kl. 10:00 Samband íslenskra sveitarfélaga, Rauði krossinn og Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk.


Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.