Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 205. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 205  —  205. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Er ráðuneytinu kunnugt um að flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar með fanga eða meinta hryðjuverkamenn, sem hvorki njóta verndar né meðhöndlunar samkvæmt alþjóðasáttmálum, hafi farið um íslenska lofthelgi eða notað Keflavíkurflugvöll? Ef svo er, hver voru viðkomandi flugnúmer (N-númer), hvaðan var flogið og hvert og hvaða upplýsingar voru veittar um farm og á hvers vegum flugið væri?
     2.      Telur ráðherra meðferð fanga sem hvorki njóta verndar og réttinda sem venjulegir borgarar né sem stríðsfangar, eins og gildir um fanga í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu, vera brot á alþjóðalögum? Ef svo er, munu íslensk stjórnvöld meina flugvélum með fanga eða meinta hryðjuverkamenn sem þannig eru meðhöndlaðir aðgang að íslenskri lofthelgi og afnot af íslenskum flugvöllum?