Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 487. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 718  —  487. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um þjónustu svæðisútvarps.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hve hátt hlutfall af fréttaefni svæðisstöðva Ríkisútvarpsins er frá svæðum utan byggðarlagsins þar sem viðkomandi stöð er (Egilsstaða, Akureyrar, Selfoss, Ísafjarðar), sundurliðað eftir stöðvum og eftir hljóðvarpi og sjónvarpi?
     2.      Hve mikið af því efni er unnið af fréttariturum hljóðvarps annars vegar og sjónvarps hins vegar?
     3.      Hve háu hlutfalli af fréttaefni svæðisstöðvanna er útvarpað á landsrás Ríkisútvarpsins?