Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 179. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 192  —  179. mál.
Munnlegt svar.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um veiðar Færeyinga innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.

Frá Grétari Mar Jónssyni.



     1.      Hver var heildarafli Færeyinga á Íslandsmiðum síðastliðin tvö fiskveiðiár og hver er staðan nú á fiskveiðiárinu 2007/2008?
     2.      Hvernig skiptist aflinn eftir tegundum?
     3.      Hvaða veiðarfæri voru notuð við veiðarnar?
     4.      Hvernig er eftirliti með veiðunum háttað?
     5.      Hefur verið beitt svonefndum skyndilokunum gagnvart veiðum Færeyinga?
     6.      Hversu oft á fyrrnefndu tímabili hefur verið farið um borð í færeysk skip til eftirlits og afli og veiðarfæri skoðuð?
     7.      Hversu oft hafa verið gerðar athugasemdir í skoðunarferðum?
     8.      Hefur komið til leyfissviptinga vegna brota á reglum?
     9.      Hvar er afla Færeyinga af Íslandsmiðum landað?
     10.      Er eitthvert eftirlit með löndunum?